Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Búnir að fjarlægja myndina af æfingasvæðinu eftir brottför sumarsins

Það er búið að fjarlæga fræga mynd af Jordan Henderson á æfingasvæði Liverpool eftir brottför hans í sumar.

Frá þessu greina enskir miðlar en Henderson var frábær fyrir Liverpool í langan tíma og lék þar í 12 ár.

Um er að ræða fyrrum fyrirliða Liverpool en hann ákvað að elta peningana í sumar og samdi við Al Ettifaq í Sádi Arabíu.

Mynd af Henderson lyfta deildarmeistaratitlinum var lengi á æfingasvæði Liverpool en hún er nú horfin.

Henderson var fyrirliði Liverpool er liðið vann deildina árið 2020 – og í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem var stofnuð 1992.

Henderson er 33 ára gamall í dag og vann einnig Meistaradeildina með Liverpool á sínum ferli þar.

Myndina má sjá hér.

Enski boltinn á 433 er í boði