Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Barcelona sagt vilja tvo frá Manchester United

Barcelona hefur áhuga á tveimur leikmönnum Manchester United ef marka má frétt Mundo Deportivo á Spáni.

Um er að ræða þá Jadon Sancho og Anthony Martial.

Sancho gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir United en hann á í stríði við Erik ten Hag, stjóra liðsins.

Engelndingurinn ungi neitar að biðja Ten Hag afsökunar eftir deilu þeirra opinerlega í kjölfar þess að Ten Hag hafði Sancho utan hóps.

Martial er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum United. Hann hefur engan veginn staðið undir væntingum frá komu sinni 2015.

Enski boltinn á 433 er í boði