Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Antony heldur til Englands á ný þar sem hann mun ræða við lögreglu

Knattspyrnumaðurinn Antony er að snúa aftur til Englands þar sem hann mun ræða við lögreglu vegna ásakanna fyrrverandi kærustu hans um gróft ofbeldi gegn sér.

Antony, sem er á mála hjá Manchester United, hefur ekki verið með liðinu undanfarið og haldið sig í heimalandinu, Brasilíu.

Gabriella Cavallin sakar hann um að hafa ráðist á sig þann 15. janúar á hóteli í Manchester. Hann neitar allri sök.

Antony sást nú á flugvelli í Sao Paulo þar sem hann var á leið aftur til Manchester. Mun hann þar hitta lögreglu og hafna öllum ásökunum formlega.

„Antony er stendur fastur á því að hafa ekki gert neitt rangt og langar að sitjast niður með lögreglunni og leyfa henni að spyrja sig spurninga. Hann hefur ekkert a ðfela og mun afhenda allt sem þau vilja sjá, þar á meðal farsíma hans,“ segir heimildamaður breska götublaðsins The Sun.

Antony vill klára málið sem fyrst og halda knattspyrnuferli sínum áfram.

Enski boltinn á 433 er í boði