Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Ættu ekki að semja í Sádi Arabíu: Var einn sá besti en fékk ekki að dæma á stóra sviðinu – ,,Vildu ekki að ég myndi taka plássið“

Einn besti dómari síðustu ára, Mark Clattenburg, hefur varað kollega sína við því að færa sig til Sádi Arabíu þar sem peningarnir eru miklir.

The Times greindi frá því nýlega að deildin í Sádi Arabíu væri að horfa til Englands í leit að bestu dómurum Evrópu.

Clattenburg þekkir það vel að færa sig til Sádi en hann var einn besti dómari heims er hann tók skrefið erlendis.

Clattenburg varar þó dómara við því að það séu engar líkur á að þeir fái að dæma á stórmótum ef skrefið til Sádi er tekið.

,,Vandamálið með að dómarar færi sig til Sádi Arabíu frá Evrópu er að ég get ekki séð menn taka þetta skref án þess að vera undir lok ferilsins. Þeir geta ekki hafnað því að dæma í Meistaradeildinni, á EM eða á HM,“ sagði Clattenburg.

,,Ég bjóst við því að ég gæti fengið að dæma á HM en FIFA og UEFA horfðu á mig sem dómara í Sádi og vildu ekki að ég myndi taka pláss annarra dómara í Evrópu.“

Enski boltinn á 433 er í boði