Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

3.000 ára býflugur hafa varðveist svo vel að það sést hvaða blóm þær átu

Fyrir mörg þúsund árum festist hópur fullorðinna býfluga í hýði í býflugnabúi og þar með urðu til „múmíugerðar“ leifar af þeim. Þær hafa varðveist svo vel að vísindamenn sjá hin minnstu smáatriði á líkama þeirra og þeir geta einnig séð hvað flugurnar átu áður en þær drápust.

Live Science segir að portúgalskir vísindamenn hafi fundið býflugurnar og steingert býflugnabú þeirra. Þetta sé fyrsta steingerða býflugnabúið, með flugum í, sem hefur fundist. Skýrðu þeir frá uppgötvun sinni í grein í vísindaritinu Papers in Palaentology.

Carlos Neto de Carvalho, steingervingafræðingur, sagði í samtali við Live Science að þessi steingervingar veiti frábæran möguleika til að skilja hegðun býflugna og þróun því nú standi vísindamenn frammi fyrir notendum býflugnabúsins.

Býflugurnar fundust í steinum sem urðu til fyrir tæplega 3.000 árum nærri Atlantshafsströnd Portúgals.

Býflugurnar eru af ætt Eucerini býflugna en þær eru oft með einstaklega langa þreifara. Fræ Brassicacea plöntunnar fundust á flugunum og segja okkur þar með að þær hafi étið þessa plöntu.