Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

16 ára og eldri fá að kjósa í bindandi kosningum

Þeir sem hafa náð 16 ára aldri í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð munu fá að kjósa í kosningum um sameiningu sveitarfélaganna sem fara fram í október. Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps telur þetta vera í fyrsta sinn sem þessi aldurshópur fær að kjósa í bindandi kosningum.

„Sameiningarkosningar snúast um framtíðina og hvernig sveitarfélagið eigi að takast á við þau verkefni og áskoranir sem liggja fyrir á komandi árum. Það er því eðlilegt að unga fólkið sem ætlar að búa í þessu sveitarfélagi og byggja sitt líf hér hafi raunveruleg áhrif í þessum kosningum.

Það var líka mat sveitastjórnanna bæði í Vesturbyggð og Tálknafirði og því var ákveðið að lækka kosningaaldurinn niður í 16 ára," segir Ólafur Þór Ólason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, í samtali við mbl.is.

Getur fengið kjörseðil sendan i tölvupósti

Ný reglugerð um íbúakosningar býður upp á þessa nýjung sem og margar aðrar sem verða prufukeyrðar í þessum sameiningarkosningum.

Ekki verður hefðbundin utankjörfundaratkvæðagreiðsla heldur getur fólk fengið kjörseðla senda með tölvupósti og mun atkvæðagreiðsla standa yfir frá 9.-28. október.

Einnig verður sú nýjung prufuð að vera með færanlegan kjörstað. Hægt verður að panta þennan færanlega kjörstað eftir ákveðnum relgum sem um hann gilda sem gæti til dæmis nýst stórum vinnustöðum og sjúkrastofnunum.

Ólafur Þór Ólason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.

Ólafur Þór Ólason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Ljósmynd/Aðsend

mbl.is